Leigulausnir merki Leigulausnir

Þjónusta

Leigulausnir bjóða upp á lausnir sem hámarka tekjur eiganda og nýtingu eignarinnar, ásamt því að gæta vel að ánægju gesta. Hvort sem þú ert hótelstjóri, eða íbúðar-, gistihúsa- og/eða sumarhúseigandi með eignina þína í útleigu, þá gerum við leiguferlið fyrir þig einfaldara og skilvirkara, allt frá fjölbreyttum tæknikerfum til fullrar rekstrarumsjónar.

Teikning fyrir Hótel & gistiheimili

Hótel & gistiheimili

Hótelum og gistiheimilum býðst heildarþjónusta sem hefur það að markmiði að hámarka tekjur, nýtingu og upplifun gesta. Með okkar sérsniðnu lausnum tryggjum við aukna bókunarstöðu, skilvirkari rekstur og betri nýtingu á mannauði og aðföngum. Lögð er áhersla á að bæta upplifun gesta með persónulegri þjónustu og framúrskarandi gæðum. Við erum til staðar til að aðstoða þig við að ná sem bestum árangi, hvort sem þú vilt bæta rekstur þíns hótels eða gistiheimilis eða fá ráðgjöf um markaðssetningu og bókunarkerfi.

Teikning fyrir Íbúðir & íbúðaklasar

Íbúðir & íbúðaklasar

Íbúðareigendum er boðið upp á heildarþjónustu til þess að hámarka tekjur, nýtingu og upplifun gesta. Fjölbreyttar þjónustuleiðir eru í boði, allt frá því að nota hagkvæm kerfi Leigulausna yfir í fulla umsjón með rekstri eignarinnar. Við sjáum um alla þætti leiguferlisins, þar á meðal bókanir, samskipti við gesti, viðhald og þrif, svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir þig mestu máli. Með okkar reynslu og þekkingu tryggjum við þér áreiðanlegar tekjur og faglega umsjón yfir eigninni þinni, ásamt því að veita gestum þínum framúrskarandi upplifun.

Teikning fyrir Sumarhús / orlofshús

Sumarhús / orlofshús

Sumarbústaða- og orlofshúsaeigendum er boðið upp á hinar ýmsu þjónustur, víðs vegar um landið. Á þeim stöðum sem Leigulausnir starfa ekki nú þegar er reynt að finna lausn. Á þeim tíma sem eignin er ekki í einkanotkun eiganda er óþarfi að eignin standi auð, því skaltu ekki hika við að hafa samband og við aðstoðum þig við að afla leigutekna á sem auðveldastan hátt fyrir þig.