Leigulausnir merki Leigulausnir

Þjónustuleiðir

Markmið okkar er að aðstoða fasteignaeigendur við að hámarka ágóða af eignum sínum og lágmarka umstang vegna rekstursins. Leigulausnir tryggja eigendum góða yfirsýn yfir sinn rekstur og bjóða upp á nokkrar tegundir af þjónustuleiðum, sem taka tillit til ólíkra þarfa.

Teikning fyrir þjónustuleið 1
Þjónustuleið 1

Miðlægt kerfi, bókunarsíður & sjálfvirk skilaboð

Miðlægt stjórnkerfi sem tengja má við ýmis önnur kerfi og þannig hámarka framlegð útleigueiningarinnar. Hægt er að skrá vissar breytingar í gegnum miðlæga kerfið sem skilar sér til annarra kerfa og þannig auðveldar það umstang, gefur skýrari yfirsýn og eykur skilvirkni rekstursins.

Tengingar við bókunarsíður eru sérlega hentugar þeim sem eru með eignirnar sínar skráðar á fleiri en einni bókunarsíðu, því það auðveldar utanumhald allra bókana. Hægt er að samtengja bókunarsíðurnar sem verður til þess að þegar bókun á sér stað, þá lokast sjálfkrafa á öðrum síðum, svo ekki verði um tvíbókun að ræða.

Sjálfvirk skilaboð er hentug leið til að senda væntanlegum gestum allar þær nauðsynlegu upplýsingar sem viðkomandi gæti þurft á að halda. Skilaboðin eru send úr miðlæga kerfinu og er hægt að tímasetja þau eftir hentugleika. Með því að búa til og senda slík skilaboð auðveldar það upplýsingagjöf til muna, eykur ánægju gesta og auk þess fylgir því mikill tímasparnaður fyrir þjónustuaðilann.

Teikning fyrir þjónustuleið 2
Þjónustuleið 2

Samskipti við gesti, markaðsetning, umsjón & verðstýring

Samskipti við gesti geta verið tímafrek og þeim fylgt mikið áreiti, jafnvel á öllum tímum sólarhringsins. Leigulausnir sjá um samskipti við gesti með áherslu á góða svörun við fyrirspurnum og að finna farsælar lausnir á ýmsum vandamálum sem geta komið upp. Þannig er sköpuð jákvæð upplifun fyrir alla.

Markaðssetning er lykilatriði til að ná árangri og auka sýnileika á rekstrinum. Markaðsetningin snýr að því að eignin er auglýst á bókunarsíðu Leigulausna. Þar er tekið beint á móti bókunum sem bera lægri þóknun en í gegnum aðrar bókunarsíður. Ásamt þessu opnast á það að ferðaskrifstofur geti bókað beint í gegnum kerfi Leigulausna. Eignin verður einnig auglýst og sett upp á nokkrum bókunarsíðum, m.a. AirBnB og Booking.com. Eigninni er ýtt ofar í leitarvélum sem eykur sýnileika hennar og því meiri líkur á fleiri bókunum.

Verðstýring sér til þess að nýtingarhlutfallið sé sem best en á sama tíma hámarkar tekjurnar. Stýringin uppfærist daglega út frá framboði og eftirspurn og tekur t.d. tillit til vinsælustu ferðatímabila og verði á sambærilegum eignum.

Umsjón felur í sér að Leigulausnir hafa yfirsýn yfir rekstrinum. Allt frá því að gæta að birgðastöðu á rekstrarvörum yfir í að skoða leiðir til að hámarka reksturinn. Umsjón felur einnig í sér að Leigulausnir eru tengiliðir við eigendur, iðnaðarmenn sem gæti þurft að leita til og umsjónarmenn bókunarsíðanna ef eitthvað kemur upp sem þarf að leysa. Með því sjá Leigulausnir um að eigninni sé vel sinnt á fagmannlegan og ábyrgan hátt.

Teikning fyrir þjónustuleið 3
Þjónustuleið 3

Eigin bókunarsíða, greiðslukerfi & bókhaldstenging

Eigin bókunarsíðu má tengja beint við eigið lén en þar geta gestir bókað beint hjá eiganda, án aðkomu annarra bókunarsíðna. Eigin bókunarsíða hefur marga kosti en með henni er hægt að markaðsetja eignina á hagkvæman og arðbærari hátt.

Greiðslukerfi gerir það kleift að taka á móti greiðslum beint í gegnum bókunarsíðuna og miðlæga kerfið.

Bókhaldstenging við hin ýmis bókhaldskerfi einfaldar til muna vinnuna við reksturinn. Með því verður aukin yfirsýn, uppgjörið verður einfaldara og minni bókhaldsvinna.

Teikning fyrir þjónustuleið 4
Viðbætt þjónusta

Þrif, lín & rekstrarvörur

Það er einstaklega mikilvægt að upplifun gestsins verði sem ánægjulegust og geta eigendur verið öryggir um að eignin þeirra sé í góðum höndum fagmanna sem gæta þess að íbúðin sé alltaf tilbúin fyrir næsta gest án vandkvæða.

Þrif eru vandvirk á eignunum eftir hvern gest.

Lín er lagt til og skipt um á milli gesta.

Rekstrarvörur og utanumhald á þeim, er mikilvægt svo ekki komi til útkalls eða slæmrar upplifanir gesta. Haldið er utan um rekstrarvörurnar, gætt þess að allt sé til taks og fyllt á ef vantar.

Eitt

✓Samþætt bókunarkerfi
✓Bókunarsíður
✓Sjálfvirk skilaboð

Tvö

✓Samþætt bókunarkerfi
✓Bókunarsíður
✓Sjálfvirk skilaboð
✓Samskipti við gesti
✓Markaðssetning
✓Verðstýring
✓Umsjón

Þrjú

✓Samþætt bókunarkerfi
✓Bókunarsíður
✓Sjálfvirk skilaboð
✓Samskipti við gesti
✓Markaðssetning
✓Verðstýring
✓Umsjón
✓Greiðslukerfi
✓Bókhaldstengingar
✓Vefhýsing
✓Eigin bókunarvél